top of page

Tómatapasta

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Mar 20, 2020
  • 1 min read

Hér sjé besta pasta í heimi. Ofboðslega einfalt er kjarnar allt sem ítalskt er. Tímalega séð er þetta 1 rauðvínsglas - nema fólk ákveði að gera pastað líka sjálft, þá ætti þetta að teljast í þremur glösum.


Fyrir 4

Hráefni:

400 gr. Pasta -  helst Tagliatelle eða heimagert

10 tómatar – vel þroskaðir

1 stór hvítlaukur / Noble – smátt saxaður

Fersk basilika – gott búnt, smátt söxuð

150 ml Ólívuolía

Salt

Pipar

Rifinn ostur – mozzarella eða pizzaostur




Aðferð:

Tómatar skornir í teninga og settir í skál og hálfri msk af maldon mulið yfir

Ólífuolía sett útí og látið standa aðeins. Saltið losar vökva úr tómötunum og til verður mjög góð dressing sem er nauðsynlegt fyrir réttinn.

Basilika og rifinn ostur sett útí og blandað saman með skeið.

Pasta soðið eftir leiðbeiningum, vatni hellt af og pastað sett beint í skálina (mikilvægt að það sé enn heitt) og blandað vel saman.

Saltað og piprað með möldum pipar.

Borið fram með klettasalati og hráskinku og parmesan og rauðvínsglasi.


ÍTALÍA!

Comments


bottom of page