Tilraun - Er hægt að gera glúteinlausa súrdeisgpizzubotn?
- Guðmundur Jóhann Árnason
- Mar 9, 2020
- 1 min read
Stórskemmtileg áskorun. Eftir mikið flakka á alnetinu sá ég að glúteinlausir súrdeigspizzabotnar liggja ekki á hverju götuhorni. Þetta er pínu flókið og í þessu skiptir miklu máli hvernig hveitiblandan er sett saman. Ennfremur skiptir máli að ná fram þessari glúteináferð í brauðið, ná lofti og lyftingu við baksturinn og að botninn sé krispí en mjúkur að innan.
Ég hófst handa fyrir 8 dögum síðan við að prófa að búa til súrdegismóður úr bókhveiti og hrísgrjónahveiti. Á fimmta degi lifnaði hann við og er nú kominn ný súrdegismóður á heimilið. Helgin fór svo í tilraunir eins og hér má sjá:
Niðurstaðan?
Þetta er hægt. Sannarlega.
Comments