top of page

Taco Pizza

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Oct 13, 2020
  • 1 min read

Í tilraun minni til að hrista upp í þessu heðfbundna hef ég verið að taka landaþemu og leitað uppi allskonar pizzur frá ýmsum stöðum. Þarna langaði mig í crispý taco snakk og alvöru salsa bragð. Mæli virkilega vel með þessari!




Hráefni:

Súrdeigspizzadeig

1x dós Refried Beans

Salsa sósa

Pizzusósa

Kál

Hakk

Taco krydd

Saltað taco snakk

Pizzuostur

Mozzarella

Sýrður rjómi


Aðferð:
  1. Gerið sósuna. Blandið saman 4 msk af Refired beans, 2 mks af salsa sósu og 2 msk af pizzasósu í skál og hrærið vel saman.

  2. Steikið hakkið og kryddið vel með taco kryddinu.

  3. Útbúið deigið og smyrjið með sósunni. Dreifið pizzaost yfir, svo hakkið og rífið mozzarella random yfir.

  4. Bakið pizzuna.

  5. Þegar pizzan kemur út, skerið nóg af káli og dreifið yfir. Brjótið snakk yfir alla pizzuna, og drussið salsa sósu yfir ásamt sýrðum rjóma.

  6. Borðið!


 
 
 

Comments


bottom of page