Indversk Kjúklinga Korma pizza
- Guðmundur Jóhann Árnason
- Oct 2, 2020
- 1 min read
Þessi er vissulega örlítið vesen. En mikið djöfull er þetta gott!

Hráefni:
Kjúklinga Korma (inpspírað af GRGS.is) :
Hér er aðferðin en í stað grænmetis þá notaði ég kjúkling.
3 bitar af úrbeinuðu læra kjúklingakjöti.
Karrý 3 msk smjör 1 tsk cumin krydd 2 laukar 5 hvítlauksrif 5 cm engiferbiti 1 chili 1 tómatur 1 tsk salt 1 tsk kóríander krydd 1 tsk papriku krydd 1/2 tsk chili krydd 1/2 tsk turmeric 1/2 tsk garam masala 1/2 bolli kasjúhnetur 1 og 1/2 bolli vatn
1/2 bolli kókosmjólk
Kurl
1 msk smjör
1/4 bolli kasjúhnetur
kóríander
1 x súrdeigsbotn frá Gummabakarí
Pizzaostur
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið og steikið kjúklinginn þar til hann er brúnaður. Kryddið með salti og pipar. Leggið til hliðar.
Fylgið að ferðinni við karrýmaukið á hlekknum hér að ofan. Leyfið maukinu að malla.
Mjög mikilvægt er að gera kurlið. Bræðið smjör og brúnið saxaðar kasjúhnetur við miðlungshita þar til hneturnar verða eilítið brúnar. Setjið það saman við karrýmaukið og fleytið af kókosmjólkinni ofan í.
Fletjið út botninn og dreifið kormanu yfir.
Setjið ríflega af osti yfir og bakið
Saxið nóg af kóríander og setjið yfir þegar pizzan kemur út.
Ég held það sé mjög sniðugt að setja smá af hreinni jógúst í druss yfir pizzuna. Ég gerði það ekki, en eftir á að hyggja hefði það gert pizzuna enn betri.
Á Instagram má svo sjá heila sögu þar sem ég geri pizzuna. :)

留言