top of page

Spicy vegan pizza með trufflukremi

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Oct 2, 2020
  • 1 min read

Um daginn ákvað ég að reyna að feta fótstigið í vegan. Pizzadeigið mitt er 100% vegan og því tilvalið að sýna hversu auðvelt er að nota deigið í veganleiðinni.


Ég hef einnig verið að reyna að prófa nýjar pizzur og brjóta upp þetta hefðbundna. Þessi pizza var mjög bragðgóð og skemmtileg tilbreyting.





Hráefni:

1 x Súrdeigspizzadeig frá Gummabakarí


Trufflukrem:

3/4 bolli Cannellini baunir

2 msk. Vatn

1 msk Sítrónusafi

1 Hvítlauksgeiri

1/2 tsk hvít truffluolía

Salt

Pipar


Álegg:

6 stk Broccolini

2 msk. Ólívuolía

50 gr. Sveppir

1 tsk. Minced garlic (asíski hvítlaukurinn í krukkunni)

1 x Skarlottulaukur

1 x Chili

1 msk. Oregano

1 tsk. Reykt paprika

1 tsk. Chilikrydd


Aðferð:

1. Hellið öllum hráefnum í trufflukremið í blandara og mixið vel. Kremið á að vera kremuð og bætið við vatni ef of þykkt.

2. Sjóðið bokkolini í 5 mínútur í söltu vatni

3. Skerið og steikið sveppi í olíu. Þegar sveppirnir eru aðeins farnir að brúnast bætið þá reyktri papriku og hvítlauksmaukinu á pönnuna og látið sitja á miðlungshita í 3 - 4 mínútur.

4. Skerið skalottulaukinn í þunnar sneiðar

5. Skerið chilið og hreinsið ef viljið. Skerið langsum.

6. Gerið deigið klárt og mótið í pizzu.

7. Makið hluta af trufflukreminu á botninn og drussið ólívuolíu yfir.

8. Raðið álegginu á, bokkolininu, chilinu og sveppina.

9. Kryddið með oregano

10. Kryddið með chili kryddi


Bakið pizzuna eins og þið viljið og drussið svo trufflukremi yfir þegar hún kemur úr ofninum og drussið aftur ólívuolíu yfir.


 
 
 

Comments


bottom of page