Súrdeigspönnupizza
- Guðmundur Jóhann Árnason
- May 11, 2020
- 1 min read
Updated: May 12, 2020
Ég fékk mér nýtt dót fyrir helgina og komst yfir Lodge sett í Kokku. Lokið er djúp panna líka. Stórkostlegt dót!
Til að prófa græjuna gerði ég annarsvegar brauð í pottinum og notaði svo lokið til að gera pönnu pizzu.

Brauðið kom svona út:

Nú verður gaman um helgar hjá mér!
Pizzan var hins vegar algjörlega stórkostleg. Deigið lyfti sé fallega, stökkur botn og djúsí. Ég mæli með því ef þið eigið steinsteypupönnu að prófa.
Hráefni:
2 msk ólívuolía
Súrdegispizzadeig frá mér
Pepperoni
Skinka
Sveppir
Mozzarella
Oregano
Pizzasósa
eða hvað það álegg sem þið óskið ykkur :)
Aðferð:
1. Stilla ofninn á blástur 240 gráður
2. Hita olíuna á pönnunni á sirka 7 af 9
3. Þegar pannan er orðin heit þá móta deigið í pizzu sömu stærðar og pannan og setja deigið á pönnuna og þrýsta því létt út í kantana og niður í botninn.
4. Um leið og þú hefur mótað deigið þá er sósan sett á, osturinn og áleggið í kjölfarið og látið malla á önnunni í nokkrar mínútur. Fylgist vel með botninum, hann á að krispast en ekki brenna.
5. Þegar botninn er orðinn fallega brúnn þá takið pönnuna af hellunni og setjið inn í ofn í sirka 7 mínútur, eða þegar botninn er orðinn crispy og áleggið eldað.
6. Borðið.

Eigðu góðan pizzudag!
Kommentare