top of page

Súrdeigs brauðstangir

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Feb 29, 2020
  • 1 min read

Updated: Mar 2, 2020



Hráefni

Súrdeispizzadeig

50 gr. Smjör

3 hvítlaugsgeirar

Paprikukrydd

Maldon salt


Aðferð

Skiptið deiginu í 6 hluta og mótið í lengjur og snúið uppá deigið.


Bræðið smjörið í potti og setjið saxaðan hvítlaukinn með. Saltið. Gott að setja steinselju með en ég átti hana ekki til.


Setjið lengjurnar á bökunarpappír og smyrjið hvítlaukssmjörinu vel á allar stangirnar, kryddið með salti og paprikukryddi.


Setjið á pizzastein í forhituðum ofni (250 gráður og blæstri) í sirka 8 mín.


Takið úr og smyrjið aftur hvítlaukssmjöri yfir um leið og stangirnar koma úr ofninum og hvílið í örfáar mínútur.


Njótið!


Comments


bottom of page