top of page

Súrdeigsbrauð

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Jan 27, 2020
  • 2 min read
Hráefni

80 gr. Súrdeigsgrunnur

530 gr. Hvítt hveiti

10 gr. Salt

370 gr. volgt vatn (34 - 37 gráður)

Sturtuhetta úr Tiger

Hringlaga hefunarskál (Fæst í Byggt og búið eða Söstrene Gröne)

Deigskafa

Aðferð

Ég ætla að fara yfir ferlið í mjög miklum detail - og er að gefa mér að þú eigir súrmóðir í ísskápnum. Hér er miðað við að brauðið ætli að borðast um klukkan 12:00 á laugardagsmorgni.


Fimmtudagur - 17:00

1. Taka af súrdeigsmóður 3 msk. í krukku.

2. Gefa súrdeigsmóðurinni 50 gr. af hveitiblöndu (hvítt 50%/Heilhveiti 50%) og 50 gr. volgt vatn

3. Gefðu afleggjaranum 50 gr. af hveitiblöndunni og 50. gr. vatn.

4. Lokaðu móðurinni og settu hana aftur í ísskápinn.

5. Hafðu afleggjarann á hlýjum stað með lokið örlítið opið.


Föstudagur fyrir vinnu - 08:00

1. Gefðu afleggjaranum 70 gr. af hveitiblöndu og 70 gr. af volgu vatni.


Föstudagur eftir vinnu - sirka 17:00

1. Settu allt hráefnið í hrærivélaskál og láttu ganga á lægstu stillingu í 7 - 10 mínútur.

2. Settu vaskastykki eða plastfilmu yfir skálinu og láttu standa á hlýjum stað. (Hér finnst mér best að nota sturtuhettu sem fæst í Tiger - umhverfisvænt og þægilegt)

3. Á hálftímafresti í 2 klst skaltu opna skálina og fletta deiginu. Það geriru með því að færa með höndina fyrst undir vatn og teygir hana svo undir deigið og lyftir hliðini upp og flettir því þvert. Þetta gerir 4 sinnum allan hringinn - norður, suður, vestur og austanmegin á skálinni,

4. Þegar þú hefur flett því 4 - 5 sinnum þá skaltu hafa til hefunarskálina og setja hveiti yfir hana alla þannig að deigið festist ekki.

5. Settu deigið á vinnuborð og náðu spennu á það með því að ýta því með deigsköfunni og þrýsta því til hliðar á alla kanta.

6. Þegar spenna hefur myndast þá skaltu færa deigið í hefunarkörfuna með skurðinn upp, þ.e. það sem er undir á borðinu verður ofan á í hefunarskálinni.

7. Settu hettuna á skálina (eða plastfilmu) og settu inn í ísskáp


Laugardagur - bökunardagur - kl 09:00

1. Kveiktu á ofninum í 250 gráður og undir og yfir hita

2. Hafðu bökunarplötuna í ofninum þannig að hún hitni vel

3. Bíddu í 45 mínútur

4. Taktu til bökunarbappír og hvolfdu hefunarkörfunni rólega á pappírinn.

5. Taktu hefunarkörfuna rólega upp þannig að deigið festist sem minnst. Gott er að lauma fingrunum upp með kantinum og hjálpa deiginu úr

6. Taktu beittan hníf og skerðu þvert í deigið

7. Færðu deigið á bökunarplötuna sem nú ætti að vera mjög heit

8. Settu deigið í ofninn

9. Eftir 20 mínútur skaltu lækka hitann í 220 gráður

10. Eftir 25 mínútur í viðbót er brauðið klárt.

11. Settu það á grind og leyfðu því að kólna. Þarna er það enn að bakast svo haltu í hestana þína þó það sé freistandi að skera það


Þegar brauðið hefur staðið í sirka 30 mín er komin át heimild. Skerður þér sneið og njóttu með smjöri eða góðu salati. Skörp skorpa og dúnamjúk og loftmikið súrdeigsbrauð!


Brauðið er gott í 4 -5 daga - en langbest í brauðristina daginn eftir.




Comments


bottom of page