Hvít trufflu-sveppa pizza
- Guðmundur Jóhann Árnason
- Jan 25, 2020
- 1 min read
Hráefni:
Kastaníusveppir
5 hvítlauksrif
Steinselja
Salt
Pipar
Hvítlaukssalt
Smjör
Hvíttruffluolía (fæst í Hagkaup)
Mozzarella
Pizzaost
Aðferð:
Blandið saman 50 ml af olíu, söxuðum hvítlauk, tveim matskeiðum af saxaðri steinselju í krukku. Saltið og piprið.
Hitið 30 gr smjör á pönnu.
Skerið sveppi í sneiðar og setjið á pönnuna. Stráið yfir með hvítlaukssalti og pipar. Steikið í 10 mín – eða þar til sveppirnir eru farnir að brúnast. Leggið til hliðar.
Útbúið botninn og dreifið hvítlauksolíunni yfir allan botninn. Næst aðeins af pizzaost og síðast rifinn mozzarella. Þvínæst dreifið sveppunum yfir pizzuna og setjinn pizzuna inn í funheitan ofn.
Þegar pizzan er klár – takið hana út og drussið vel af truffluolíunni yfir pizzuna, sérstaklega yfir kantinn til að fá xtra djúsí enda.
Comments