top of page

Humarpizza

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Mar 20, 2020
  • 2 min read

Þetta er afmælispizzan mín og yfirleitt verður fyrir valinu á stórhátíðum. Humar er auðvitað ekki bara dýr, heldur orðið erfitt að nálgast gott hráefni. En ef þú átt afmæli - þá setur þessi pizza rúsínuna á daginn!


Uppskriftin miðast við 2 x 14 tommu

Hráefni:

Salt

Pipar

1/2 Camenbert

6 miðlungshalar af humri - sirka 200 gr.

3 dl jómfrúrolía

3 hvítlaukar (Noble/ þessir í körfunni)

4 msk söxuð steinselja

Pizzaost

Hráskinku

Parmesan

Súrdeigspizzabotn


Aðferð:

Fyrsta skrefið er að búa til hvítlauksolíu. Saxið allan hvítlaukinn smátt og blandið saman við olíuna og söxuðu steinseljuna. Saltið og piprið. Hér skiptir máli að hafa nóg af olíu Þar sem hún fer annarsvegar á botninn og í marineringu á humarinn.


Humar:

Skelfletta humar og hreinsa görn. Ég sker hvern hala endilangt og svo í bita , þannig að þetta séu frekar smáir bitar. Þannig er styttri eldunartími og þarft heldur ekki eins mikið magn af humri í það heila. Skolar humarinn vel út köldu vatni og setja hann í skál ásamt hluta af hvítlauksolíunni. Passa að allur hunarinn fái olíu. Geyma afganginn af olíunni fyrir botnana. Gott er að leyfa humrinum að liggja í marineringunni í 2 klst, helst, en það sleppur alveg ef það næst ekki.

Setur humar í skál og blandar útí hluta af hvítlauksolíunni, geymir restina af olíunni til að nota á botnana.


Þegar humarinn er klár er næsta skref að fletja út botnanna, eins og ég hef kennt ykkur.

Setja hvítlauksolíu á botninn, ekki of mikið en ekki of lítið heldur – má ekki vera löðrandi í olíu en passa að hún þekji vel.

Mér finnst best að vera í einnota hönskum og bera olíuna þannig á.

Setja humarinn á botninn, dreifa vel.

Camenbert skorinn í teninga dreift yfir.

Pizzaostur Yfir allt saman.

Salt og grófmalaður pipar.


Baka við 250 gráður í forhituðum ofni með pizzastein eða bökunarplötu Í sirka 8 - 10 mín.


Best finnst mér að bera pizzuna fram með hráskinku, klettasalati og parmesan. Stundum set ég það á hana áður en ég sker, en best finnst mér að leyfa hverjum og einum að setja klettasalat og hráskinku á sínar sneiðar.


Áfram þið!

 
 
 

Comments


bottom of page