top of page

Sveppa og Trufflu Risotto

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Feb 14, 2020
  • 1 min read

Updated: Mar 9, 2020

Hráefni:

Fyrir 4


400 gr risotto grjón t.d. Arborio

100 gr. kastaníusveppir sxaðir

70 gr. smjör

1 laukur

3 hvítlauksgeirar

1,5 dl hvítvín

75 gr. parmesan ostur - rifinn

1,5 ltr. kjúklingasoð (eða 1,5 ltr. vatn og 3 kjúklingateningar)

Salt

Pipar

2 tsk. Hvíttruffluolía




Aðferð:

Hitið 1,5 ltr. af vatni í potti og setjið 3 kjúklingateningu ofan í og látið suðuna koma upp og sjóðið í 1 mínútu.

Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt. Hitið 50 gr, af smjöri í öðrum potti á vægum hita (6 af 9) og steikið laukinn og hvítlaukinn í 5 mín. Passið að brenna ekki hvítlaukinn, bara mýkja hann í smjörinu.

Saxið sveppina og setjið í pottinn með lauknum og látið malla í 3 mínútur.

Setjið hvítvínið út í pottinn og hækkið hitann í botn og látið suðuna koma upp. Bætið þá grjónunum við og hrærið vel saman. Leyfið þessu að malla í smástund meðan mesti vökvinn fer og hræir vel á meðan.

Bætið nú 2 ausum af soðinu saman við og lækkið hitann í 7 af 9, eða þannig að það malli enn smá suða. Nú tekur þetta sirka 17 - 22 mínútur. Standið við og hrærið mjög reglulega meðan grjónin taka soðið. Þegar það minnkar þá bætið við ausu og haldið áfram að hræra saman. Gerið þetta í sirka 20 mínútur og smakkið grjónin til. Þau eiga að vera "al dente", eða pínu stökk við tönn. Þá eru þau tilbúin.

Þegar þar er komið, skerið restina af smjörinu í teninga og setjið í pottinn ásamt rifnum parmesan ostinum. Bætið tveimur tsk. af truffluolíu saman við og hrærið vel saman. Bætið örlítið af sali og pipar og smakkið til.


Færið yfir á fat og njótið með dýrindis hvítvíni og góðum félagsskap!




Recent Posts

See All

Comments


bottom of page