top of page

Ricotta ostur

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Jan 25, 2020
  • 1 min read
Hráefni

1l nýmjólk

500 ml rjómi

3 msk hvítvínsedik

1 tsk salt

Sigti

Skál

Grisjutusku (fæst í Bónus)

Aðferð

1. Takið til steinsteypupott - eða þykkan pott

2. Hellið mjólkinni og rjómanum í pottinum og setið á hita 6 af 9 og saltið. Hrærir reglulega með sleif.

3. Náið suðunni upp rólega

4. Á meðan suðan er að koma upp takið til grisjutusku, sigti og skál

5. Bleytið grisjuna og setjið ofan í grisjuna þannig að grisjan fari vel yfir. Setjið ofan í skálina þannig að það leki ofan í skálina þegar osturinn fer í grisjuna.

6. Þegar suðan kemur upp slökkvið undir en hafið pottinn á setjið hvítvínsedikið saman við og hrærið saman.

7. Bíðið í eina mínútu og þá hleypur mjólkin í kekki.

8. Hellið úr pottinum í grisjuna og látið standa í 30 mínútur

9. Voila! Heimagerður ricotta ostur sem er geggjaður á pizzur eða í ravioli! Eða bara á súrdeigsbrauð með avócadó.

Comments


bottom of page