top of page
Súrdeigspizzabotn - 19.mars

Súrdeigspizzabotn - 19.mars

ATH: Keflavík. Afhending við Fish&Chips á Fitjum kl 17:00 á föstudegi.

 

 

Heimgerður súrdeigspizzabotn. Þyng: 290 gr. (14 - 15 tommu)

 

Innihald: Hveiti, Vatn, Salt og snefilmagn af sykri til að fá fallegan lit.

 

Eins og venjulega bara 30 stk í boði.

 

Ef þú ert með pizzapartý og vilt kaupa í stærri skömmtun þá endilega hafðu samband á gudmundur.johann@gmail.com og ég geri mitt allra besta!

  • Um ferlið:

    Pizzabotninn er gerður þannig að hann sé í topphefunarmálum að kvöldi föstudags. Hann er í hefun í 24 tíma - annarsvegar kaldhefun og einnig með hefðbundnum hætti. Deigið er loftmikið og hlutfall vatns er um 70%. Deigið er því í raun búið að melta sig og gerjast. Þess vegna rís deigið hratt í ofninum, bökunartíminn stuttur og að auki líður þér ekki eins og þú hafir borðað 2 tonn af brauði þegar máltíðinni lýkur. Súrdeig er miklu léttari í maga en hefðbundið ger-deig og því er í besta lagi að drekka ísskaldan bjór með pizzunni - eða léttvín.

    Ekkert mál er þó að geyma hann fram á laugardag - bara passa að hafa deigið í kæli og taka það út klukkutíma áður en bakstur fer fram.

650krPrice
bottom of page