Meðhöndlun á pizzadeiginu - ráð
- Guðmundur Jóhann Árnason
- Jan 25, 2020
- 1 min read
Updated: Jan 27, 2020
Varðandi pizzuna sjálfa þá vil ég henda hér út ráðleggingum:
1. Pizzan er 70% hydration, sem þýðir að deigið er auðvinnanlegt og létt. Ég vinn mikið í því að koma lofti í deigið sjálft svo ég hef bannað alla notkun á kökukefli við gerð pizzunnar.
2. Best er að nota tvo putta og stinga í mitt deigið og vinna sig svo rólega út að köntunum.
3. Mér hefur þótt best að hita ofninn alltaf vel, í 250 gráðum og blástri í amk 40 mín áður en pizzan er bökuð. Ef þið eigið ekki pizzastein þá er mikilvægt samt að hafa bökunarpönnuna inn í ofni og hita hana með.
4. Ef þið eruð með álegg sem er blautt eins og t.d. ananas þá er mikilvægt að láta renna aðeins af því áður en það er sett á deigið. Það skýrist af háu vatnhlutfalli í deiginu.
5. Mjööög gott er að pensla kantan með hvítlauksolíu fyrir og eftir bakstur
6. Baksturinn tekur sirka 8 - 10 mín - ef þið haldið að hún er tilbúin, gefið því þá samt 1 mín í viðbót.
Comments