top of page

Að búa til sinn eigin súr

  • Writer: Guðmundur Jóhann Árnason
    Guðmundur Jóhann Árnason
  • Mar 18, 2020
  • 3 min read

Ferlið er ekki flókið og getur hver sem sé búið til sinn eiginn súr. Ferlið tekur um það bil 7 daga.


Hráefni

Próteinríkt hvítt hveiti

Heilhveiti

Vatn


Aðferð

Blandið saman í gott ílát - helming af hvítu hveiti og helming af heilhveiti. Þetta er blandan sem þið gefið súrnum alltaf með. Gott er að hafa góða glerkrukku til að blanda og geyma súrinn í. Mikilvægt er að mæla nákvæmlega í grömmum. Reynið einnig að gera þetta á sama tíma dag hvern. Til dæmis gott að venja sig á að gera þetta eftir vinnuna. Hafið krukkuna ekki stíflokaða - heldur þannig að það komist örlítið loft um. Gott er að nota tusku á milli og herða ekki lokið á.


Dagur 1:

40 gr. hveitiblanda

40. gr. - sirka 37 gráðu heitt vatn úr krananum. (Ég er aldrei að mæla hitann - bara sirka líkamshiti)


Blandið vel saman með skeið þannig að úr verði góð hveitidrulla.

Geymið á hlýjum stað - eða stað þar sem lítið loftar um t.d. búrinu.


Dagur 2:

Takið helminginn úr og blandið á ný

40 gr. hveitiblöndu

40. gr. volgt vatn


Blandið vel saman með skeið þannig að úr verði góð hveitidrulla.

Geymið á hlýjum stað - eða stað þar sem lítið loftar um t.d. búrinu.


Dagur 3 - 5:

Takið helminginn úr og blandið á ný

40 gr. hveitiblöndu

40. gr. volgt vatn


Blandið vel saman með skeið þannig að úr verði góð hveitidrulla.

Geymið á hlýjum stað - eða stað þar sem lítið loftar um t.d. búrinu.


Dagur 6:

Ekki taka af súrnum. Nú ætti hann að vera farinn að lykta og komið loft í hann. Gefið honum núna:

80 gr. hveitiblöndu

80. gr. volgt vatn


Passið að súrinn hafi núna pláss til að helminga sig í krukkunni.


Dagur 7:

Gefið aftur:

80. gr. hveitiblöndu

80. gr. volgt vatn


Á þessum tíma ætti súrinn að vera kominn vel á líf og tilbúinn að búa til fallegt brauð og góðgæti.


Dagur 8:

Ég mæli með því - ef súrinn er orðinn hress á þessum tíma - að gefa honum aftur eins og dag 7. Um leið og búið er að gefa honum á 8. degi þá setja hann með góðu loki á krukkunni inn í ísskáp.


Nú ertu kominn með heildsölu af súrmóður og ættir núna að skíra hana fallegu nafni. Nú hefur fjölgað í fjölskyldunni og þú berð ábyrgð á því að súrinn lifi eins og hver önnur lífvera.


Þegar þú ætlar að baka úr súrnum svo er mikilvægt að vera vel skipulagður. Ef þú ætlar að baka brauð á laugardagsmorgni þá þarf að setja í deigið á föstudagskvöldi. TIl þess að það takist þarftu að vera búnað hressa súrinn við og hann hafi fengið amk 2 gjafir áður. Hér fara leiðbeiningar um það miðað við að baka skuli á laugardagsmorgni:


  • Taka súrinn úr ísskápnum á fimmtudagsmorgni fyrir vinnu.

  • Taka þrjár góðar matskeiðar af súrnum í aðra krukku eða ílát (ég nota oft bara tupperware)

  • Áður en þú skilar móðurinni aftur í ísskápinn þarftu að gefa henni að borða. Gefðu henni sirka jafnmikið og þú tókst af hveitiblöndunni og volgu vatni. Lokaðu henni svo vel og settu aftur í ísskápinn.

  • Nú gefuru því sem þú tókst af móðurinni 80 gr. af hveitiblöndunni og 80. gr. af volgu vatni og hefur á góðum stað en hafðu lokið aðeins opið.

  • Á fimmtudegi eftir vinnu (Eða sirka 8 tímum seinna) þá gefur þeim súr aftur sama magn af hveitblöndunni og vatni.

  • Á föstudegi áður en haldið er til vinnu þá á að gefa þriðju gjöfina með sama magni.

  • Þegar þú kemur heim þá 8 tímum seinna er súrinn sprell lifandi, mikið af loftbólum og hann búinn að lyfta sér töluvert.

  • Ef þetta stig er gúgglað þá er oft talað um að taka flotpróf til að sjá hvort súrinn sé klár í bakstur. Ég reyndi það oft en það virkar ekkert og segir ekki alla söguna. Ef hann er vel lifandi og loftmikill - þá er hægt að baka.

Á þessum tímapunkti er bara að velja sé uppskrift og henda í brauð!

Commentaires


bottom of page